0
Hlutir Magn Verð

 

Það er einfalt og þægilegt að versla hjá okkur. Þú velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag og pöntunin er afgreidd. Sé vara uppseld verður haft samband við þig hið fyrsta og þér boðin önnur vara eða endurgreiðsla. Skórnir þínir áskilja sér rétt til að afgreiða ekki pantanir, t.d. ef vara er vitlaust verðmerkt eða uppseld. Viðskiptavinur fær þá endurgreitt eða getur valið sér aðra vöru.

Verð

Öll verð í netversluninni eru í íslenskum krónum, með 24% virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð í netverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar samanber ákvæði þess efnis hér að framan.
 

Afhending og sendingarkostnaður

Hægt er að velja um að sækja vöru í verslun okkar, Skórnir þínir, Smáralind, Kópvogi. Vöruna er hægt að sækja næsta virka dag eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. 

Við bjóðum viðskiptavinum okkar á Íslandi upp á heimsendingu innanlands.  Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Kostnaður við hverja sendingu er 890 kr. á pöntunum undir 15.000 kr. og er það óháð þyngd vöru. Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira.

Afhendingartími er að jafnaði 3-6 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er send heim til kaupanda með Póstinum, ef Pósturinn bíður ekki uppá heimsendingu, þá sendum við á pósthús næst kaupanda. Um afhendingu vörunnar gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins.
 

Greiðslumöguleikar

Boðið er upp á að greiða með bankamillifærslu eða greiðslukorti.

Þegar um millifærslu er að ræða hefur kaupandi 12 klst. frá því að pöntunin er gerð til þess að ganga frá greiðslu í gegnum banka. Sé greiðsla ekki móttekin innan þess tíma mun pöntunin eyðast. 

Hægt er að greiða með öllum íslenskum kredit- og debetkortum. Skórnir þínir netverslun notar örugga greiðslugátt frá Borgun á Íslandi. 

Þegar greiðslan hefur borist fær viðskiptavinur tölvupóst með staðfestingu á pöntun.
 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Við viljum að þú sért ánægð/ur með vöruna sem þú kaupir af okkur í netverslun, en ef þú ert það ekki geturðu skilað henni eða skipt í aðra vöru innan 14 daga. Skilyrði er að varan sé ónotuð og óskemmd í upprunalegum umbúðum og greiðslukvittun fylgi. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða. Niðurtalning hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Varan er endurgreidd að fullu innan 10 daga eftir að henni er skilað ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað viðskiptavinar, nema hann hafi fengið ranga eða gallaða vöru afhenta.
Vörum er einnig hægt að skila og skipta í verslun okkar: Skórnir þínir, Smáralind, Kópavogi.

Vinsamlegast athugið að vörum sem keyptar eru á útsölu fæst hvorki skilað né skipt.

Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.
 

Trúnaður

Skórnir þínir ehf. heita viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin.
 

Höfundarréttur

Allt efni á www.skornirthinir.is texti, grafík, lógó og myndir, eru eign Skórnir þínir ehf.
 

Nánari upplýsingar

Ef þú þarft nánari upplýsingar, sendu okkur þá fyrirspurn á skornir@skornir.is og við svörum þér eins fljótt og auðið er.