0
Hlutir Magn Verð

 

Það er einfalt og þægilegt að versla hjá okkur. Þú velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag og afhendingarleið og pöntunin er afgreidd. Sé vara uppseld verður haft samband við þig hið fyrsta og þér boðin önnur vara eða endurgreiðsla. Skórnir þínir áskilja sér rétt til að afgreiða ekki pantanir, t.d. ef vara er vitlaust verðmerkt eða uppseld. Viðskiptavinur fær þá endurgreitt eða getur valið sér aðra vöru.
 

Verð

Öll verð í netversluninni eru í íslenskum krónum, með 24% virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð í netverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar samanber ákvæði þess efnis hér að framan.
 

Afhending og sendingarkostnaður

Hægt er að velja um að sækja vöru í verslun okkar eða fá sent með Póstinum.

Vilt þú sækja til okkar.  Varan er tilbúin til afhendingar í Skórnir þínir, Smáralind, næsta virka dag eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. 

Vilt þú fá sent.  Afhendingartími er að jafnaði 3-6 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er send á pósthús eða í póstbox næst heimili kaupanda. Einnig er hægt að fá vöruna senda heim að dyrum.  Kaupandi velur afhendingarleið í pöntunarferlinu.  Um afhendingu vörunnar gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins.

Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Kostnaður við hverja sendingu er 995 kr. á pöntunum undir 15.000 kr. og er það óháð þyngd vöru. Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira.
 

Greiðslumöguleikar

Boðið er upp á að greiða með bankamillifærslu eða greiðslukorti.

Þegar um millifærslu er að ræða hefur kaupandi 12 klst. frá því að pöntunin er gerð til þess að ganga frá greiðslu í gegnum banka. Sé greiðsla ekki móttekin innan þess tíma mun pöntunin eyðast. 

Hægt er að greiða með öllum íslenskum kredit- og debetkortum. Skórnir þínir netverslun notar örugga greiðslugátt frá Borgun/SaltPay á Íslandi. 

Þegar greiðslan hefur borist fær viðskiptavinur tölvupóst með staðfestingu á pöntun.
 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Ef þú hættir við kaup á vöru frá okkur geturðu skilað henni eða skipt í aðra vöru innan 14 daga frá því að varan er keypt. Skilyrði er að varan sé ónotuð og óskemmd í upprunalegum umbúðum og greiðslukvittun fylgi. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða.

Vara keypt í vefverslun er endurgreidd að fullu innan 14 daga eftir að henni er skilað ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað viðskiptavinar, nema hann hafi fengið ranga eða gallaða vöru afhenta.
Vörum er einnig hægt að skila og skipta í verslun okkar: Skórnir þínir, Smáralind, Kópavogi.

Vöru keyptri í verslun fæst skilað eða skipt í aðra vöru innan 14 daga frá kaupum. Sé vöru skilað er gefin út innleggsnóta fyrir andvirði vörunnar.

Vinsamlegast athugið að vörum sem keyptar eru á útsölu fæst hvorki skilað né skipt.

Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.
 

Trúnaður, öryggi og persónuvernd

Þegar þú notar vefinn okkar þá verða til upplýsingar um heimsókn þína. Skórnir þínir ehf. heita viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin og mun þeim ekki vera miðlað til þriðja aðila.

Skórnir þínir virða friðhelgi persónuupplýsinga viðskiptavina. Með því að heimsækja vefinn okkar lýsir þú þig samþykkan skilmálum okkar um persónuvernd og öryggi.

Skórnir þínir ehf. nota vafrakökur (e.cookies). Cookie er lítil textaskrá sem vefsvæðið getur sett inn á tölvuna þína eða önnur snjalltæki þegar vefsvæði Skórnir þínir ehf., www.skornirthinir.is, er heimsótt. Textaskráin er geymd á vefvafra notenda og vefur okkar þekkir skrána. Upplýsingarnar í textaskránni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu, bæta þjónustuna o.fl. Cookies geta innihaldið texta, númer eða upplýsingar eins og dagsetningar, en þar eru engar persónuupplýsingar um notendur geymdar.

Með því að samþykkja skilmála Skórnir þínir ehf. um notkun á cookies er fyrirtækinu m.a. veitt heimild til þess að:


Skórnir þínir ehf. notar Google Analytics til vefmælinga. Við hverja komu inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir og fleira. Engum frekari upplýsingum er safnað um hverja komu og ekki er gerð tilraun til að tengja slíkar upplýsingar við persónugreinanlegar upplýsingar.

Mögulegt er að við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum um þig, svo sem nafni, kennitölu, heimilisfangi, netfangi og símanúmeri í tengslum við afgreiðslu á pöntun frá þér eða vegna annarra samskipta við þig. Til dæmis skráum við þær persónugreinanlegu upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að koma til skila þeirri vöru sem þú kaupir, svo sem netföng, heimilisfang, símanúmer og viðtökustað vörusendingar.  Allar persónuupplýsingar sem kunna að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuververnd og meðferð persónuupplýsinga.

Ef þú skráir þig á póstlista eða gefur upp netfangið þitt sendum við þér fréttabréf. Ef þú færð nú þegar tölvupósta frá fyrirtækinu en vilt hætta að fá þá er hægt að senda okkur póst á skornir@skornir.is.

Neðst á öllum markpósti sem Skórnir þínir ehf. sendir er einnig hnappur „afskrá af póstlista“ sem býður upp á að láta fjarlægja það netfang sem pósturinn var sendur á af póstlistanum.
 

Höfundarréttur

Allt efni á www.skornirthinir.is texti, grafík, lógó og myndir, eru eign Skórnir þínir ehf.
 

Nánari upplýsingar

Ef þú þarft nánari upplýsingar, sendu okkur þá fyrirspurn á skornir@skornir.is og við svörum þér eins fljótt og auðið er.